Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
---|---|---|---|---|
19. feb. 2026 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.990 - 10.100 kr. | ||
Kaupa miða |
-
Efnisskrá
Sergei Rakhmanínov Píanókonsert nr. 3
Anton Bruckner Sinfónía nr. 6
-
Hljómsveitarstjóri
Jukka-Pekka Saraste
-
Einleikari
Francesco Piemontesi
Píanókonsert nr. 3 í d-moll eftir Rakhmanínov er einn þekktasti píanókonsert sögunnar og eftirlæti tónlistarunnenda um heim allan. Hann er talinn einn mest krefjandi konsert sem píanóleikari getur tekist á við, jafnt tæknilega sem tilfinningalega. Konsertinn er hlaðinn hrífandi ljóðrænni tjáningu, stórbrotnum hápunktum og nær ókleifum áskorunum í leiktækni. Svissnesk-ítalski píanóleikarinn Francesco Piemontesi er orðinn vel þekktur á tónleikasviðinu víða um heim og hefur unnið með mörgum helstu hljómsveitum og stjórnendum samtímans.
Einn þeirra er stjórnandi þessara tónleika, Jukka-Pekka Saraste, aðalstjórnandi hinnar virtu Fílharmóníusveitar í Helsinki. Saraste hefur stjórnað helstu hljómsveitum hins vestræna heims og túlkun hans á hljómsveitarverkum síðrómantíkurinnar hefur hvarvetna vakið athygli. Sjötta sinfónía Bruckners þykir einstök í höfundarverki Bruckners fyrir tilfinningaríka úrvinnslu stefja, fjölbreytta hljómræna framvindu og flókna hrynjandi.