| Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
|---|---|---|---|---|
| 29. maí 2026 » 19:30 » Föstudagur | Eldborg | Harpa | 5.900 - 15.900 kr. | ||
| 30. maí 2026 » 17:00 » Laugardagur | Eldborg | Harpa | 5.900 - 15.900 kr. | ||
| Kaupa miða | ||||
- 
	EfnisskráGustav Mahler Sinfónía nr. 8 
 
- 
	HljómsveitarstjóriEva Ollikainen 
 
- 
	EinsöngvararBryndís Guðjónsdóttir 
 Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
 Dísella Lárusdóttir
 Anna Kissjudit
 Hanna Dóra Sturludóttir
 Simon O'Neill
 Ólafur Kjartan Sigurðarson
 Tómas Tómasson
 
- 
	KórarMótettukórinn 
 Hljómeyki
 Söngsveitin Fílharmónía
 Kór Langholtskirkju
 Skólakór Kársness
 
- 
	KórstjórarStefan Sand 
 Magnús Ragnarsson
 Álfheiður Björgvinsdóttir
 
Flutningur á 8. sinfóníu Mahlers er án nokkurs vafa stórviðburður í íslensku tónlistarlífi og markar tímamót í sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta stórvirki tónlistarsögunnar hefur aldrei áður verið flutt hér á landi og nú er öllu tjaldað til. Sinfónían hlaut snemma viðurnefnið sinfónía þúsundanna þar sem flutningur hennar kallar á óvenjulegan fjölda flytjenda, jafnt söngvara sem hljóðfæraleikara. Á sviðinu verða á fjórða hundrað flytjendur, óvenjustór hljómsveit, átta einsöngvarar, kór og barnakór. Mahler samdi þetta áhrifaríka tónverk á aðeins sex vikum árið 1906, sem risavaxinn fagnaðaróð til kærleikans og mennskunnar, fullan bjartsýni og trúar á mannkynið. Mahler var sannfærður um að skilaboð verksins ættu erindi við heimsbyggðina og enn í dag er flutningur verksins í raun alþjóðlegur tónlistarviðburður í hvert sinn.
Þessir tónleikar verða einnig kveðjustund Evu Ollikainen sem aðalstjórnanda, en hún hefur verið aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2020.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
