EN

Bryndís Guðjónsdóttir

Einsöngvari

Bryndís Guðjónsdóttir hóf tónlistarnám árið 2003 í Tónlistar­skóla Kópavogs. Hún hóf píanónám hjá Erlu Stefánsdóttur en árið 2009 byrjaði hún í söngnámi hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og lauk framhaldsprófi 2015. Þaðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði hjá Þóru Einarsdóttur, Kristni Sigmunds­ syni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Bryndís útskrifaðist með bæði Bakkalár og Meistaragráðu í Opera and Musicaltheater frá Mozarteum ­tónlistarháskólanum í Salzburg þar sem hún lærði hjá hjá Michèle Crider, Gernot Sahler og Alexander von Pfeil.

Árið 2018 var Bryndís meðal sigurvegara keppninnar Ungir einleikarar og söng í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daniel Raiskin. Það sama ár bar hún sigur úr býtum í Duschek keppninni í Prag og söng einnig sem sólisti í Gasteig í München undir stjórn Hansjörg Albrecht.
Árið 2019 söng Bryndís með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands 9 Sinfónínu Beethoven undir stjórn Daniel Raiskin og einnig Folk songs eftir Berio undir stjórn Micahelangelo Galeati í Santa Cecilia í Róm, Salnum í Kópavogi og í Hörpu.
Bryndís hefur komið fram á Kúnstpásu Íslensku Óperunnar og kom einnig fram í Aríu dagsins á vegum Íslensku Óperunnar.

Bryndís er styrkþegi Söngmenntasjóðs Marínós Péturssonar, Halldórs Hansen, Ingjaldssjóðs, Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Richard Wagners námsstyrkins og Gianna Szel í Austurríki.

Árið 2021 hlaut Bryndís fyrsta sæti í Riccardo Zandonai keppni á Ítalíu og söng í undanúrslitum í bæði Neue Stimmen og Belvedere sönkeppnanna sem fóru fram í Þýskalandi.

Hlutverk Bryndísar á sviði eru meðal annars Giulietta úr Les contes d‘Hoffmann eftir J. Offenbach, Servilia úr La clemenza di Tito eftir Mozart, Mrs. Julian úr Owen Wingrave eftir Benjamin Britten og Königin der Nacht úr Die Zauberflöte eftir Mozart, Belinda Dido and Aeneas eftir H. Purcell, Venus úr Venus and Adonis eftir J. Blow.