EN

Bryndís Guðjónsdóttir

Einsöngvari

 

Bryndís Guðjónsdóttir hóf tónlistarnám árið 2003 í Tónlistarskóla Kópavogs. Árið 2003 hóf hún píanónám hjá Erlu Stefánsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs og árið 2009 skipti hún yfir í söngnám hjá Önnu Júlíönu Sveinsdóttur þar sem hún söng í sex óperuuppfærslum. Bryndís lauk framhaldsprófi í söng frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2015. Árið 2016 var hún í Listaháskóla Íslands hjá Þóru Einarsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Árið 2016 hóf Bryndís áframhaldandi söngnám á bakkalárstigi í tónlistarháskólanum Mozarteum í Salzburg hjá Professor Michèle Crider og útskrifaðist í júní 2019. Bryndís byrjar mastersnám í Mozarteum haustið 2019.

Árið 2018 var hún ein af sigurvegurum keppninnar Ungir einleikarar og söng í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daniel Raiskin. Það sama ár var hún var sigurvegari Duschek keppninnar í Prag og söng einnig sem sólisti í Gasteig í München undir stjórn Hansjörg Albrecht. Árið 2019 söng Bryndís hlutverk Giuliettu úr Ævintýrum Hoffmanns eftir J. Offenbach í Mozarteum undir stjórn Gernot Sahler og hlutverk Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart með Berlin Opera Academy undir stjórn Tom Seligman.