EN

Ungir einleikarar

Tryggðu þér sæti á besta verðinu - Veldu ferna eða fleiri tónleika á Regnbogakort með 20% afslætti.
 • 17. jan. 2019 » 19:30 Eldborg | Harpa 2.500 - 4.500 kr.
 • Kaupa miða
 • Efnisskrá

  Jean Sibelius Fiðlukonsert í d-moll
  Gustave Charpentier Depuis un jour, úr Louise
  Leonard Bernstein Glitter and be Gay, úr Candide
  W.A. Mozart Der Hölle Rache..., úr Töfraflautunni
  Edward Elgar Sellókonsert í e-moll
  Samuel Barber Must the Winter Come So Soon, úr Vanessu
  W.A. Mozart Smanie implacabili, úr Cosi fan tutte
  Gustav Mahler Urlicht
  Jean Sibelius Var det et dröm, úr Fimm söngvum op. 37
  Georges Bizet Habanera, úr Carmen

 • Hljómsveitarstjóri

  Ligia Amadio

 • Ungir einleikarar 2019

  Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari
  Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona
  Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari
  Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngkona

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er hin brasilíska Ligia Amadio, aðalstjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Montevideo í Úrúgvæ, en hún stjórnaði kvennatónleikum Sinfóníunnar árið 2015 við sérlega góðar undirtektir.

Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands leiða saman hesta sína og styðja við okkar efnilegasta tónlistarfólk á leið þess inn í heim atvinnumennskunnar. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á hverju ári í aðdraganda þessara tónleika og stemningin á tónleikunum sjálfum er engu lík.

Einleikarakeppnin fór fram helgina 26.-27. október. Alls tóku 15 ungir einleikarar þátt og urðu fjórir hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni. Það eru þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Harpa Ósk Björnsdóttir, söngkona, Hjörtur Páll Eggertsson, sellóleikari og Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngkona.

Það verður spennandi að sjá þessa ungu og upprennandi tónlistarmenn stíga á svið með hljómsveitinni í Eldborg í Hörpu.

Námsmenn geta keypt miða á 1.700 kr. gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu. 

Nánar um skólakort Sinfóníunnar