EN

Guðbjartur Hákonarson

Fiðluleikari

Guðbjartur Hákonarson hóf fiðlunám ungur að aldri hjá Gígju Jóhannsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík. Í framhaldinu lærði hann hjá Ara Þór Vilhjálmssyni og síðar hjá Guðnýju Guðmundsdóttur við Listaháskóla Íslands. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og diplómagráðu frá Listaháskóla Íslands hóf Guðbjartur bakkalárnám við Indiana University, Jacobs School of Music, undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar. Í vor mun hann ljúka því námi sem nemandi Mauricio Fuks. Guðbjartur hefur komið fram sem einleikari með hljómsveit skólans og auk þess komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum, þar ber helst að nefna Aspen Music Festival, Heifetz Institute, Astona International og Bowdoin International Music Festival. Með strengjakvartettinum Von sigraði Guðbjartur Kuttner-kvartettkeppni Jacobs School of Music tvö ár í röð og hlaut því heiðursstöðu og styrk við skólann undir handleiðslu Pacifica strengjakvartettsins. Guðbjartur er meðlimur í kammersveitinni Elju. Fiðlan sem Guðbjartur leikur á er smíðuð af Joseph Bassot árið 1790 í París.