EN

Silja Elsabet Brynjarsdóttir

Söngkona

Silja Elsabet Brynjarsdóttir er 27 ára gömul, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum þar sem hún hlaut sína grunnmenntun í tónlist. Að loknu stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík þar sem aðalkennarar hennar voru Elísabet Eiríksdóttir og Elín Guðmundsdóttir. Samhliða náminu var Silja meðlimur í Kór Langholtskirkju og Óperukór Reykjavíkur. Með þeim kórum fékk hún tækifæri sem einsöngvari í verkum eins og Mattheusarpassíu og Jóhannesarpassíu eftir J.S. Bach. Silja tók einnig þátt í öllum óperuppfærslum sem Nemendaópera Söngskólans stóð fyrir. Silja útskrifaðist frá Söngskólanum vorið 2015 og um haustið hélt hún til náms í Royal Academy of Music í Lundúnum. Þar hefur hún fengið mörg tækifæri, m.a. í verkefni með Royal Opera House í Covent Garden, sinfóníu nr. 2 eftir Mahler, óperugala, norrænum tónleikum og ýmsum smærri verkefnum.