| Dagsetning | Staðsetning | Verð | ||
|---|---|---|---|---|
| 4. jún. 2026 » 19:30 » Fimmtudagur | Eldborg | Harpa | 2.990 - 10.900 kr. | ||
| Kaupa miða | ||||
- 
	EfnisskráTónlist eftir Hildi Guðnadóttur og fleiri 
 
- 
	HljómsveitarstjóriDaníel Bjarnason 
 
- 
	Gestgjafi og einleikari á sellóHildur Guðnadóttir 
 
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listahátíð í Reykjavík kynna heillandi kvöldstund með tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, þar sem brugðið er upp myndum af starfi hennar á síðustu árum. Hildur er eitt fremsta kvikmyndatónskáld samtímans og margverðlaunuð fyrir störf sín, hlaut til dæmis Emmy- og Grammyverðlaun árið 2019 fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl og Óskarsverðlaun árið 2020 fyrir tónlistina við kvikmyndina Joker.
Hér leiðir listakonan sjálf dagskrá þar sem hún segir frá verkum sínum, áhrifavöldum og glímunni við að styrkja frásögn kvikmyndarinnar með áhrifamikilli tónlist. Efnisskráin er samsett af tónlist Hildar sjálfrar, t.d. úr kvikmyndunum Joker, Tár og Haunting in Venice. Einnig verður flutt tónlist sem haft hefur mikil áhrif á Hildi í gegnum tíðina, m.a. úr smiðju Arvo Pärt, Ryuichi Sakamoto, Mika Levi, Kaija Saariaho og Alvin Lucier.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
