EN

20. nóvember 2018

Velheppnuð tónleikaferð

Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir velheppnaða Japansferð. Hljómsveitin lék á 12 tónleikum í öllum helstu borgum landsins, m.a. í Tókýó, Osaka, Sapporo og Hamamatsu. Uppselt var á alla tónleikana. Með í för var Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii. Samtals lék hljómsveitin fyrir um 25.000 tónleikagesti. Viðtökurnar voru frábærar og var hljómsveitin undantekningalaust klöppuð upp af áheyrendum að tónleikum loknum..

Nánar um tónleikaferðina  Skoða myndir frá ferðinni