EN

28. október 2020

Sælustraumar frá Hörpu

Þó haustið sé mætt og fáir séu á ferli þessar vikur slær hjartað í Hörpu jafn sterkt og áður. Á meðan dyr tónlistarhúss landsmanna eru lokaðar sendum við út Sælustrauma til þeirra sem á vilja hlýða; stutt innslög fyrir alla, frá íbúum Hörpu í ýmsum myndum.

Á miðvikudögum leika meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands óskalög frá þeim Orra Jökulssyni hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítalans og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Á föstudögum telja fræknir jazztónlistarmenn frá Múlanum niður í fjörið og á laugardagsmorgnum fá krakkar á öllum aldri að fylgjast með ýmsum furðuverum sem finnast á kreiki í lokaðri Hörpu.

 
Í dag kl. 17:00 leika þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir óskalag frá Orra Jökulssyni húkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítalans.

Kúrið ykkur í sófanum, sötrið á tebolla eða drykk og leyfið Sælustraumum frá Hörpu að ylja ykkur á meðan haustlægðirnar ganga yfir.