EN

Aflýst: Stuart Skelton syngur Wagner

Tónleikunum hefur verið aflýst

Dagsetning Staðsetning Verð
12. nóv. 2020 » 20:00 - 21:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Aflýst
 • Efnisskrá

  Joseph Haydn Sellókonsert í C-dúr
  George Walker Lyric for strings
  Richard Wagner Wesendonck-söngvar

 • Hljómsveitarstjóri

  Eva Ollikainen

 • Einleikari

  Sigurgeir Agnarsson

 • Einsöngvari

  Stuart Skelton

Í ljósi samkomutakmarkanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsa tónleikunum. 

Á þessum sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands syngur Stuart Skelton hrífandi og munúðarfulla ástarsöngva sem Wagner samdi við ljóð ástkonu sinnar Mathilde Wesendonck. Stuart er einn fremsti tenórsöngvari heims um þessar mundir og hefur meðal annars komið fram við Metropolitan-óperuna í New York og La Scala í Mílanó.

Sellókonsert Haydns er meistaralega saminn fyrir hljóðfærið og hér hljómar hann í flutningi Sigurgeirs Agnarssonar, sem leiðir sellódeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hinn bandaríski George Walker varð fyrstur svartra tónskálda til að hljóta hin virtu Pulitzer-verðlaun í tónlist. Kunnasta verk hans er hið undurfagra Lyric fyrir strengi, samið árið 1946 og tileinkað ömmu tónskáldsins, sem upplifði sjálf þrældóm í æsku.

Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Tónleikarnir verða sýndir í beinni sjónvarpsútsendingu kl. 20 á RÚV og útvarpað á Rás 1. Vegna samkomutakmarkana þurfti að breyta áður auglýstri dagskrá og taka tónleikana úr sölu. Miðahafar geta fært miðana sína á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið þá endurgreidda í miðasölu Hörpu.