EN

Aflýst: Haydn og Britten

Tónleikunum hefur verið aflýst

Dagsetning Staðsetning Verð
5. nóv. 2020 » 20:00 - 21:00 » Fimmtudagur Eldborg | Harpa Aflýst
 • Efnisskrá

  Richard Wagner Siegfried Idyll
  Benjamin Britten Lachrymae fyrir víólu og strengjasveit
  Joseph Haydn Sinfónía nr. 85, „Drottningarsinfónían“

 • Hljómsveitarstjóri

  Eva Ollikainen

 • Einleikari

  Þórunn Ósk Marínósdóttir

Í ljósi samkomutakmarkanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsa tónleikunum.

Á þessum sjónvarpstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður boðið upp hrífandi efnisskrá með verkum eftir Wagner, Britten og Haydn. Siegfried Idyll er eitt óvenjulegasta verkið á verkaskrá Wagners, sem einbeitti sér að mestu að óperusmíði. Þessi hrífandi tónsmíð var afmælisgjöf hans til eiginkonu sinnar, Cosimu, skömmu eftir að hún hafði fætt son þeirra, sem fékk nafnið Siegfried með vísun í söguhetjuna í samnefndri óperu Wagners, Sigurð Fáfnisbana.

Joseph Haydn samdi hina bráðskemmtilegu sinfóníu nr. 85 fyrir tónleikaröð í París árið 1785 og náði hún strax miklum vinsældum, ekki síst hjá Marie Antoinette enda fékk verkið snemma viðurnefnið „Drottningarsinfónían.“ Benjamin Britten var eitt fremsta tónskáld Bretlands á 20. öld og sameinaði gamalt og nýtt í verkum sínum. Lachrymae er hugleiðing um lútusöng frá því um aldamótin 1600, eftir hið vinsæla söngvaskáld John Dowland. 

Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einleikarar er Þórunn Ósk Marínósdóttir leiðandi víóluleikari hljómsveitarinnar.

Tónleikarnir verða sýndir kl. 20 á RÚV 2 og útvarpað á Rás 1. Vegna samkomutakmarkana þurfti að breyta áður auglýstri dagskrá og taka tónleikana úr sölu. Miðahafar geta fært miðana sína á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið þá endurgreidda í miðasölu Hörpu.