EN

2020 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. september 2020 : Leiðbeiningar til tónleikagesta vegna Covid

Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur áherslu á ábyrgt viðburðahald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Sóttvarnarlæknir hefur hvatt til grímunotkunar þar sem ekki er unnt að viðhafa fjarlægð milli fólks. Milli gesta í Eldborg er alls staðar að lágmarki einn metri. Við bendum gestum þó eindregið á að nota grímur ef þeir kjósa það.

Hlökkum til að sjá þig aftur í Hörpu.

Lesa meira

21. september 2020 : Hljómsveitarstjóri með reynslu af heimskautasiglingum

Evu Ollikainen, nýr aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tekin tali þar sem hún ræðir m.a. sýn sína fyrir hljómsveitina, íslenska náttúru og heimskautssiglingar.

Lesa meira

17. september 2020 : Aðkoma að Hörpu fyrir tónleika kvöldsins

Aðkoma að Hörpu í kvöld er skert vegna útihlaups ÍR. Leiðin að Hörpu frá Geirsgötu er lokuð en tónleikagestum sem koma akandi er bent á að hægt er að komast í bílakjallaran fram að tónleikum frá Hverfisgötu (niður Ingólfsstræti) og að Hörpu úr austurátt.

Sæbraut er lokuð á meðan á tónleikunum stendur en opnar að þeim loknum.

Lesa meira

16. september 2020 : Hljómsveitarstjóra-akademía Sinfóníunnar 2020

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýjung í tónlistarnámi ungmenna á Íslandi. Í Hljómsveitarstjóra-akademíunni fær ungt og efnilegt tónlistarfólk tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnendapallinum og stjórna heilli sinfóníuhljómsveit undir handleiðslu Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Bjarna Frímanns Bjarnasonar, staðarhljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar.

Lesa meira

14. september 2020 : Minningarorð um Hallfríði Ólafsdóttur

Íslenskt tónlistarlíf verður ei samt án Hallfríðar Ólafsdóttur. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður ei söm án Hallfríðar. Við kveðjum alltof snemma frumkvöðul og fyrirmynd, framúrskarandi listamann sem flutti okkur tónlist á ógleymanlegan hátt.

Lesa meira

10. september 2020 : Kvikmyndatónleikar teknir af dagskrá

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hafa kvikmyndatónleikar með tónlist John Williams og Morricone sem voru fyrirhugaðir 1. október næstkomandi teknir af dagskrá. 

Lesa meira

26. ágúst 2020 : Nýtt starfsár kynnt til leiks

Nýtt og fjölbreytt starfsár 2020/21 hefur verið kynnt hér á vef hljómsveitarinnar en stefnt er að því að almennir tónleikar fyrir áskrifendur og aðra gesti geti hafist í byrjun október. Dagskráin er að sjálfsögu kynnt með fyrirvara um breytingar eftir því hvernig gengur að ná tökum á faraldrinum. Fyrirkomulag korta- og miðasölu verður kynnt nánar þegar afléttingar takmarkana fara að skýrast og við getum boðið gestum í salinn.

Fylgstu með fréttabréfi Sinfóníunnar og vertu fyrstur með fréttirnar.

Lesa meira

25. ágúst 2020 : Sinfóníuhljómsveit Íslands kolefnisjafnar tónleikaferðir

Hópur hljóðfæraleikara og starfsfólks Sinfóníuhljómsveitar Íslands notaði góða veðrið í dag og mætti að Smalaholti, ræktunarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar og gróðursetti tré. Gróðursetningin er liður í því að minnka kolefnisspor sveitarinnar en verkefninu var hrundið af stað eftir velheppnaða tónleikaferð sveitarinnar til Japans árið 2018.

Lesa meira

24. ágúst 2020 : Tónlist á torgum 26.-27. ágúst

Í þessari viku skipta blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sér upp í tvo hópa og leika létta og skemmtilega tónlist undir berum himni fyrir gesti og gangandi víðsegar um borgina. Hóparnir heimsækja Vesturbæjarlaug, Hallargarðinn, Klambratún, Breiðagerðisskóla, Árbæjarsafn, Grafarvogskirkju, Gerðuberg og Dalaskóla.

Lesa meira