EN

Opið hús: Hljómsveitarstjóra-akademía Sinfóníunnar

Dagsetning Staðsetning Verð
26. sep. 2020 » 12:30 - 15:30 » Laugardagur Eldborg | Harpa Aðgangur ókeypis
  • Um akademíuna

    Hljómsveitarstjóra-akademían er nýjung í tónlistarnámi ungmenna á Íslandi þar sem ungt og efnilegt tónlistarfólk fær einstakt tækifæri til þess að þróa færni sína á stjórnendapallinum

  • Leiðbeinendur

    Eva Ollikainen
    Bjarni Frímann Bjarnason

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýjung í tónlistarnámi ungmenna á Íslandi. Í Hljómsveitarstjóra-akademíunni fær ungt og efnilegt tónlistarfólk tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnendapallinum og stjórna heilli sinfóníuhljómsveit undir handleiðslu Evu Ollikainen, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Bjarna Frímanns Bjarnasonar, staðarhljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar.

Fyrsta Hljómsveitarstjóra-akademían fer fram laugardaginn 26. september í Eldborg í Hörpu þar sem unnið verður með sinfóníu nr. 4 eftir Beethoven undir stjórn Evu Ollikainen. Að deginum loknum verða nokkrir nemendur valdir til áframhaldandi þátttöku í Akademíunni undir handleiðslu Evu og Bjarna þar sem færni þeirra og hæfileikar verða ræktaðir enn frekar. 

Gestir eru velkomnir á viðburðinn og geta fylgst með þessum ungu og efnilegu stjórnendum stíga sín fyrstu skref sem hljómsveitarstjórar. Hægt er að sækja miða hér á vef hljómsveitarinnar og í miðasölu Hörpu en gestir eru sérstaklega beðnir um að gæta vel að sóttvarnarreglum og fjarlægðarmörkum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Athugið að allir gestir verða að sækja sér miða og sitja í því sæti sem er á miðanum.