Bjarni Frímann Bjarnason
Hljómsveitarstjóri
Bjarni Frímann Bjarnason stundaði fiðlunám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur og lauk prófi í víóluleik frá Listaháskóla Íslands. Árið 2009 bar hann sigur úr býtum í Ungum einleikurum, einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og lék í framhaldinu víólukonsert Bartóks með sveitinni á tónleikum. Að því loknu stundaði hann nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín.
Bjarni Frímann hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum á Íslandi, svo sem Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, CAPUT og Elju kammersveit, og einnig Hallé hljómsveitinni í Manchester, Útvarpshljómsveitinni í Berlín og Orchestra Teatro Colón í Buenos Aires. Hann var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016. Sama ár stjórnaði hann flutningi á óperunni UR eftir Önnu Þorvaldsdóttir við óperuna í Osló, í Chur og Basel og á Listahátíð í Reykjavík og árið eftir stjórnaði hann hljómsveitartónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í Mexíkóborg, Fílharmóníunni í Los Angeles og í Hörpu. Bjarni tók við stöðu tónlistarstjóra Íslensku óperunnar í janúar 2018 og stýrði uppfærslum hennar á Toscu, Hans og Grétu, La traviata og Brúðkaupi Fígarós. Hann var staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2018–2020 og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Flytjandi ársins 2019. Þá hefur Bjarni hefur komið fram víða um Evrópu sem strengja- og hljómborðsleikari, m.a. í Berlínarfílharmóníunni og í Konzerthaus í Vínarborg.
Síðastliðið vor tók Bjarni við stöðu listræns stjórnanda hjá kammersveitinni BIT20 í Björgvin og í vetur hefur hann jafnframt starfað við óperuna í Malmö. Síðar á þessu ári mun hann þreyta frumraun sína með Dönsku útvarpshljómsveitinni.