EN

Leiðbeiningar til gesta vegna Covid

Sinfóníuhljómsveit Íslands leggur áherslu á ábyrgt viðburðahald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Útfærslur á viðburðahaldi hafa verið unnar í nánu samstarfi við almannavarnir með fagmennsku og áreiðanleika að leiðarljósi.

Grundvöllur ábyrgs viðburðahalds í Hörpu byggir á eftirfarandi:

  • Ávallt er eitt til tvö auð sæti á milli pantana í Eldborg til að tryggja fjarlægðarmörk milli tónleikagesta
  • Eldborg er skipt upp í sóttvarnarsvæði þar sem hámarskfjölda samkomu-takmarkanna er fylgt. Vinsamlegast notið þann inngang sem merktur er á aðgöngumiðanum. Salerni eru skilgreind og aðskilin fyrir hvert sóttvarnarsvæði.
  • Framhús og almenningsrými í Hörpu eru stór og rúmgóð. Þau eru opin og aðgengileg viðburðagestum án takmarkanna en gestum er bent á að virða nálægðartakmarkanir. Við hvetjum gesti einnig til að mæta tímanlega til að dreifa álagi og koma í veg fyrir biðraðir. Salurinn opnar hálftíma áður en tónleikarnir hefjast.
  • Gestir eru markvisst hvattir til að sýna ábyrgð og sinna einstaklingsbundnum smitvörnum.
  • Spritt er aðgengilegt í miðasölu og í almannarými þar sem streymi gesta er hvað mest. Sótthreinsun svæða í almenningsrýmum og sölum er meiri en alla jafna þar sem aukin áhersla er lögð á snertifleti eins og lyftur, hurðarhúna, og handrið. Sótthreinsun á helstu snertiflötum í sölum er framkvæmd milli viðburða.
  • Vinsamlegast verið heima ef kvefeinkenni eða slappleiki gera vart við sig og hafið samband við miðasölu Hörpu við fyrsta tækifæri.

 

Hlökkum til að sjá þig fljótt aftur í Hörpu.


Skoða dagskrána