EN

24. ágúst 2020

Tónlist á torgum 26.-27. ágúst

Í þessari viku skipta blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sér upp í tvo hópa og leika undir berum himni fyrir gesti og gangandi. Á tónleikunum flytja hóparnir létta og skemmtilega dagskrá sem kemur öllum í gott skap og spáir góðu veðri. Hóparnir spila á átta stöðum víðsvegar um bæinn en allir tónleikarnir eru innan við hálftími að lengd. Kynnar eru Hjördís Ástráðsdóttir og Steinunn Arinbjarnardóttir.

Á miðvikudaginn kl. 10 verður leikið fyrir framan Vesturbæjarlaug og í Hallargarðinum við Tjörnina og kl. 11 leika hóparnir á Klambratúni og við Breiðagerðisskóla. Á fimmtudaginn kl. 10 verður boðið upp á tónleika í Árbæjarsafni og fyrir utan Grafarvogskirkju, og endar ferðalagið með tónleikum kl. 11 við Gerðuberg og Dalskóla.

Við bjóðum ykkur öll velkomin að mæta og hlýða á tónlistina en leikskólabörnum í nágrenninu hefur sérstaklega verið boðið á tónleikana ásamt kennurum sínum. Allir gestir eru vinsamlegast beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og fylgja tveggja metra reglunni. Þar sem tónleikarnir eru utandyra ætti að vera nóg pláss fyrir alla til að njóta þessarar tónlistarstundar í sameiningu.

Dagskrá tónleika

Miðvikudagur 26. ágúst
kl. 10:00 Vesturbæjarlaug
kl. 10:00 Hallargarðurinn
kl. 11:00 Klambratún
kl. 11:00 Breiðagerðisskóli

Fimmtudagur 27. ágúst
kl. 10:00 Árbæjarsafn
kl. 10:00 Grafarvogskirkja
kl. 11:00 Gerðuberg
kl. 11:00 Dalskóli