EN

25. ágúst 2020

Sinfóníuhljómsveit Íslands kolefnisjafnar tónleikaferðir

Hópur hljóðfæraleikara og starfsfólks Sinfóníuhljómsveitar Íslands notaði góða veðrið í dag og mætti að Smalaholti, ræktunarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar og gróðursetti tré. Gróðursetningin er liður í því að minnka kolefnisspor hljómsveitarinnar en verkefninu var hrundið af stað af starfsmannafélaginu eftir velheppnaða tónleikaferð sveitarinnar til Japans árið 2018. Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Barbara Stanzeit frá Skóræktarfélaginu leiðbeindu við gróðursetninguna en valdar voru stálpaðar trjáplöntur sem henta vel til gróðursetningar í lúpinu. Gróðursetningin er nú orðin fastur liður í félagsstarfi hljómsveitarinnar og þetta í þriðja sinn hópurinn kemur saman í Smalaholti.

4

Barbara Stanzeit og Hildigunnur Halldórsdóttir eru verkefnastjórar gróðursetningarinnar. Hér sjást þær halda á japönsku lerki sem er viðeigandi þar sem verkefninu var hrundið af stað eftir velheppnaða Japansferð hljómsveitarinnar árið 2018.

 

Gróðursetningin er nú orðin fastur liður í félagsstarfi hljómsveitarinnar og er þetta í þriðja sinn hópurinn kemur saman í Smalaholti.