EN

17. september 2020

Aðkoma að Hörpu fyrir tónleika kvöldsins

Aðkoma að Hörpu fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld fimmtudaginn 17. september er skert vegna útihlaups ÍR. 

Leiðin að Hörpu frá Geirsgötu er lokuð en tónleikagestum sem koma akandi er bent á að hægt er að komast í bílakjallaran fram að tónleikum frá Hverfisgötu (niður Ingólfsstræti) og einnig er Sæbraut að Hörpu opin úr austurátt.

Sæbraut er lokuð á meðan á tónleikunum stendur en opnar að þeim loknum.

Hér er kort sem sýnir lokanirnar fyrir tónleikana.

IR-hlaup-KORT