EN

2020 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

Home Delivery

18. ágúst 2020 : Nýtt starfsár kynnt í ágúst

Framundan er spennandi, fjölbreytt og metnaðarfullt starfsár 2020/21 og er undirbúningur þess kominn langt á veg. Vegna óvenjulegra aðstæðna verður dagskráin ekki kynnt fyrr en í lok ágúst áður en endurnýjun og sala nýrra áskrifta hefst.

Lesa meira

17. ágúst 2020 : Ráðið í stöður viðburða- og skipulagsstjóra og verkefnastjóra viðburða

Gengið hefur verið frá ráðningu í stöður viðburða- og skipulagsstjóra og verkefnastjóra viðburða hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um 40 umsóknir bárust um hvora stöðu fyrir sig. Halla Oddný Magnúsdóttir var ráðin í starf viðburða- og skipulagsstjóra og Valdís Þorkelsdóttir starf verkefnastjóra.

Lesa meira

3. júlí 2020 : Lausar stöður viðburða og skipulagsstjóra og verkefnastjóra viðburða

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsi lausar til umsóknar tvær nýjar stöður hjá hljómsveitinni, stöðu viðburða og skipulaggstjóra og verkefnastjóra viðburða. Nánar um stöðurnar má lesa hér á vef hljómsveitarinnar en umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk.

Lesa meira

15. júní 2020 : Aðalfundur Vinafélagsins

Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn á veitingastaðnum Bergmáli í Hörpu föstudaginn 19. júní 2020 kl. 16. Allir eru velkomnir og eru þeir sem vilja taka virkan þátt í starfi félagsins hvattir til að mæta.

Lesa meira

5. júní 2020 : Lausar stöður hljóðfæraleikara

Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar stöður leiðara í flautudeild frá og með hausti 2020, fiðluleikara í 1. fiðlu og tímabundna stöðu fiðluleikara frá og með hausti 2020 auk stöðu uppfærslumanns í víóludeild frá og með janúar 2021.

Lesa meira

25. maí 2020 : Velkomin aftur á tónleika

Í ljósi rýmkunar á samkomubanni getur Sinfónían nú aftur tekið á móti gestum í Eldborg. Í samræmi við sóttvarnarlög og til að tryggja öryggi gesta hefur Eldborg verið skipt upp í nokkur fjöldatakmörkuð svæði og því er takmarkað sætaframboð.

Miðasala á sjónvarpstónleika Páls Óskars og Sinfó er þegar hafin hér á vef hljómsveitarinnar. Miðasala á tónleika Víkings Heiðars og Sinfóníunnnar hefst miðvikudaginn 28. maí kl. 15.

Lesa meira

12. maí 2020 : Blásið á torgum bæjarins

Blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands voru á faraldsfæti í síðustu viku. Þeir hafa skipt sér upp í nokkra hópa og mættu við glugga hjá heimilum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu. Hóparnir komu víða við og heimsóttu meðal annars almannavarnir í Skógarhlíð, dvalarheimilið Sóltún, Barnaspítala Hringsins og Rauða krossinn.

Lesa meira

7. maí 2020 : Ráðherra opnaði beint streymi Sinfóníuhljómsveitarinnar

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð börnum um land allt á skólatónleika í beinu streymi frá Hörpu á fimmtudaginn. Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði tónleikagesti í sal og í streymi í upphafi skólatónleikanna.

Lesa meira

4. maí 2020 : Fernir tónleikar í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV

Nú þegar breytingar hafa verið gerðar á samkomubanni getur hljómsveitin loks komið saman á ný. Sendir verða út fernir tónleikar í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV þar sem Hallveig Rúnarsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Daníel Bjarnason, Bjarna Frímann Bjarnason og Víking Heiðar Ólafsson koma fram með hljómsveitinni.

Lesa meira

2. apríl 2020 : Þrjú tónskáld valin í Ung-Yrkju

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýstu í fyrsta sinn eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í Ung-Yrkju. Sjö umsóknir bárust og voru þau Hjalti Nordal, Ingibjörg Elsa Turchi og Katrín Helga Ólafsdóttir valin til þátttöku í Ung-Yrkju.

Lesa meira