Blásið á torgum bæjarins
Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands komu víða við í siðustu viku. Blásarar úr hljómsveitinni voru á faraldsfæti og mættu við glugga hjá heimilum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu og léku m.a. fyrir almannavarnir í Skógarhlíð.
Blásarnir komu víða við og heimsóttu meðal annars almannavarnir í Skógarhlíð,
dvalarheimilið Sóltún, Barnaspítala Hringsins og Rauða krossinn.
Á sama tíma buðu strengjaleikarar hljómsveitarinnar upp á ókeypis hádegistónleika Í Hörpuhorni þar sem gestum var boðið að hlusta á lifandi tónlist í fallegu umhverfi.
- Eldri frétt
- Næsta frétt