EN

15. júní 2020

Aðalfundur Vinafélagsins

Aðalfundur Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður haldinn á veitingastaðnum Bergmáli í Hörpu föstudaginn 19. júní 2020 kl. 16. Allir eru velkomnir og eru þeir sem vilja taka virkan þátt í starfi félagsins hvattir til að mæta.

Vinafélagið er öflugt bakland hljómsveitarinnar og stendur fyrir tónleikakynningum og fyrirlestrum um sígilda tónlist ásamt því að styðja fjárhagslega við ákveðin verkefni tengd hljómsveitinni. Hægt er að skrá sig í Vinafélagið á vef hljómsveitarinnar og er árgjaldið 3.500 krónur.