EN

25. maí 2020

Velkomin aftur á tónleika

Í ljósi rýmkunar á samkomubanni getur Sinfóníuhljómsveit Íslands nú tekið á móti gestum í Eldborg. Í samræmi við sóttvarnarlög og til að tryggja öryggi tónleikagesta hefur Eldborg verið skipt upp í nokkur fjöldatakmörkuð svæði og því verður takmarkað sætaframboð á tónleikana.

Páll Óskar og Sinfó fimmtudaginn 28. maí kl. 20 – miðasala á tónleikana er hafin hér

Til að auka andrými milli gesta er eitt sæti á milli allra pantana en hægt er að kaupa einn stakan miða eða tvo hlið við hlið. Einnig er boðið upp á sæti sem tryggja tveggja metra regluna en slíka miða þarf að bóka í miðasölu Hörpu í síma 528-5050. 

Miðasala á tónleika Víkings Heiðars og Sinfóníunnar hefst hér kl. 15:00 miðvikudaginn 28. maí.

Það mun enginn þurfa að missa af þessum tónleikum þar þeir verða einnig í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og hér á vef hljómsveitarinnar ásamt því að þeim verður útvarpað á Rás 1. Njóttu lifandi tónlistar úti í sal eða heima í stofu.