Ungsveitin með tónleika á sunnudag
Hljómsveitarnámskeið Sinfóníuhljómsveitar Íslands í 8. sinn
Sunnudaginn 25. september leikur Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónleikum í Eldborg. Á efnisskrá er 5. sinfóníua Pjotrs Tsjajkovskíj. Hljómsveitarstjóri er Eivind Aadland, sem nú stýrir hljómsveitinni öðru sinni.
Frá lokum ágústmánaðar hefur Ungsveit Sinfóníuhjómsveitar Íslands, sem skipuð er tæplega 80 ungmennum, verið við stífar æfingar. Fyrst um sinn vann sveitin í deildum undir leiðsöng hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar en síðan tók aðstoðarhljómsveitarstjórinn, Bernharður Wilkinson við og stýrði æfingum sveitarinnar. Síðasti spölurinn er svo farinn undir stjórn Eivinds Aadland. Mikill uppgangur er í Ungsveitinni sem stefnir að sögulegum tónleikum á sunnudag.
- Eldri frétt
- Næsta frétt