Fréttasafn
2016 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Nýr aðalhljómsveitarstjóri
Franski hljómsveitarstjórinn Yan Pascal Tortelier er nýr aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu þrjú árin. Hann er meðal þekktustu stjórnenda í heimalandi sínu.
Lesa meira
Ungir einleikarar – opið fyrir umsóknir
Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Umsóknarfrestur um þátttöku rennur út 30. september.
Lesa meiraYrkja II – Tónskáldastofa
Tvö tónskáld voru valin til að skrifa stutt verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það eru Finnur Karlsson og Þráinn Hjálmarsson auk Þórunnar Grétu Sigurðardóttur sem þegar hafði verið valin til þátttöku. Þau vinna undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar, staðarlistamanns Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lesa meira
Klassíkin okkar: Úrslit netkosningar
Sinfóníuhljómsveit Íslands, 2 einleikarar, 4 einsöngvarar og 3 kórar taka þátt í flutningi þeirra 9 verka sem þjóðin kaus sem sín eftirlætistónverk.
Lesa meira
Opið hús á Menningarnótt
Sinfóníuhljómsveit Íslands býður til tvennra tónleika á Menningarnótt í Reykjavík 20. ágúst, kl. 15 og 17. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.
Lesa meira
Nýtt starfsár kynnt til leiks
Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýtt starfsár til leiks. Líkt og endranær ríkir mikil eftirvænting fyrir næsta starfsári hljómsveitarinnar í Hörpu. Þar ber hæst að Yan Pascal Tortelier tekur við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og stjórnar Upphafstónleikum starfsársins.
Lesa meira
Klassíkin okkar – hvert er þitt uppáhald?
Hvert er uppáhalds tónverkið þitt? Þann 2. september næstkomandi efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands til hátíðartónleika þar sem þjóðin ræður efnisskránni. RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands setja því af stað netkosningu á slóðinni ruv.is/klassikin þar sem allir landsmenn geta valið eftirlætis tónverkið sitt.
Lesa meira
Þúsundir skólabarna hlýddu á Eldfuglinn
Nú í vikunni hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands ferna skólatónleika í Eldborg í Hörpu þar sem Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj var fluttur í nýjum og glæsilegum búningi. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og sagði söguna um Eldfuglinum og myndum sem sérstaklega voru gerðar að þessu tilefni var varpað upp á stóra tjaldið meðan á flutningi verksins stóð
Lesa meira
Sinfóníuhljómsveitin í 5 ár í Hörpu
Þann 4. maí eru liðin 5 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi enda höfðu margir beðið eftir nýju tónlistarhúsi svo áratugum skipti.
Hljómsveitin flutti glæsilega og fjölbreytta efnisskrá á opnunartónleikunum þar sem leikið var nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem samið var fyrir tilefnið; Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik í píanókonsert Edvards Grieg og að lokum flutti hljómsveitin 9. sinfóníu Beethovens.
Lesa meira.jpg)
Osborne á opnum masterklass í LHÍ
Skoski píanóleikarinn Steven Osborne leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja sinn á tónleikum á fimmtudagskvöld. Að því tilefni mun hann halda masterklass í Listaháskóla Íslands miðvikudaginn 27. apríl kl. 15 í Sölvhóli.
Lesa meira