EN

19. maí 2016

Klassíkin okkar – hvert er þitt uppáhald?

Sinfónían og RÚV leita að uppáhaldsverkum þjóðarinnar

Hvert er uppáhalds tónverkið þitt? Er það Bolero eftir Ravel eða Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi? Er það píanókonsert eftir Mozart eða sinfónía eftir Beethoven? Þann 2. september næstkomandi efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands til hátíðartónleika þar sem þjóðin ræður efnisskránni. Tónleikarnir verða í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og liður í 50 ára afmælishátíð Sjónvarpsins, sem hóf göngu sína í september 1966.

Kjóstu þitt eftirlætisverk–kosningin hefst 24. maí

RÚV og Sinfóníuhljómsveit Íslands setja því af stað netkosningu 24. maí á slóðinni ruv.is/klassikin þar sem allir landsmenn geta valið eftirlætis tónverkið sitt. Þau verk sem flest atkvæði hljóta í kosningunni fá sinn sess í efnisskrá tónleikanna í haust, sem verða um leið upptaktur að glæsilegu starfsári Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, en Víkingur Heiðar Ólafsson og Sigrún Eðvaldsdóttir verða einnig til taks ef á þarf að halda. Ekkert er þó hægt að fullyrða um úrslitin enn, því efnisskráin er í höndum almennings.

Ekki viss? Ekkert mál! 

Á meðan netkosningunni stendur verður Rás 1 til taks fyrir þá sem eru að gera upp hug sinn. Fjörutíu vinsæl verk og kaflar frá ýmsum tímum verða kynnt í útvarpsþáttum í umsjón Guðna Tómassonar, sem hefja göngu sína laugardaginn 21. maí. 

Sinfóníuhljómsveitin hefur líka sett saman lagalista á Spotify-rás sinni með tóndæmum úr öllum verkunum.

Kosningin Spotify 

 


Verk og kaflar sem kosið er um:

Bach: Air úr hljómsveitarsvítu nr. 3
Bach: Badinerie úr hljómsveitarsvítu nr. 2
Barber: Adagio fyrir strengi
Beethoven: 9. sinfónía, Óðurinn til gleðinnar
Beethoven: Píanókonsert nr. 5, 3. þáttur
Beethoven: Sinfónía nr. 5, 1. þáttur
Beethoven: Sinfónía nr. 7, 2. þáttur
Bernstein: Mambó úr West Side Story
Bizet: Carmen, forleikur

Brahms: Ungverskur dans nr. 5
Debussy: Síðdegi skógarpúkans

Dvorák: Sinfónía nr. 9, 2. þáttur
Elgar: Nimrod úr Enigma-tilbrigðunum
Grieg: Í höll dofrakonungs, úr Pétri Gaut
Händel: Alla hornpipe, úr Lagartónlist
Händel: Halelúja-kórinn, úr Messíasi
Holst: Mars, úr Plánetunum
Johann Strauss yngri: An der schönen blauen Donau (Dóná svo blá)
Katsjatúrían: Sverðdansinn
Liszt: Ungversk rapsódía nr. 2
Mahler: Sinfónía nr. 5, Adagietto
Mascagni: Intermezzo úr Cavalleria rusticana
Mozart: Brúðkaup Fígarós, forleikur
Mozart: Píanókonsert í C-dúr, 467, 2. þáttur
Mozart: Sinfónía nr. 40 í g-moll, 1. þáttur
Orff: Carmina burana, 1. þáttur
Prokofiev: Montag og Kapúlett, úr Rómeó og Júlíu
Rachmaninov: Píanókonsert nr. 2, 2. þáttur
Ravel: Bolero
Rimskíj-Korsakov: Býflugan
Rossini: Vilhjálmur Tell, forleikur
Schubert: Ófullgerða sinfónían, 1. þáttur
Shostakovitsj: Píanókonsert nr. 2, 2. þáttur
Sibelius: Fiðlukonsert, 1. þáttur
Smetana: Moldau
Stravinskíj: Vítisdans úr Eldfuglinum
Tsjajkovskíj: Dans sykurplómudísarinnar, úr Hnotubrjótnum
Tsjajkovskíj: Píanókonsert nr. 1, 1. þáttur
Vivaldi: Vorið, 1. þáttur
Wagner: Valkyrjureiðin, úr Niflungahringnum