Ungir einleikarar – opið fyrir umsóknir
Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands en Listaháskólinn er framkvæmdaraðili keppninnar. Keppnin er opin nemendum sem stunda nám í hljóðfæraleik eða söng á 1. háskólastigi (bakkalár), óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 12. janúar.
Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. september og rennur umsóknarfresturinn út þann 30. september.
- Eldri frétt
- Næsta frétt