Osborne á opnum masterklass í LHÍ
Skoski píanóleikarinn Steven Osborne leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands í þriðja skipti á tónleikum nk. fimmtudagskvöld. Í tilefni að því mun hann einnig halda masterklass í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands, miðvikudaginn 27. apríl kl. 15.
Steven Osborne vann til fyrstu verðlauna í Clara Haskil og Naumburg píanókeppnunum og árið 1999 hlaut hann heiðurstitil BBC; New Generation Artist. Píanóleikur og upptökur hans hafa hlotið frábæra dóma og viðurkenningar, m.a. BBC Music Award Best of the Year, Gramophone Critics Choice, Deutscher Schallplattenpreis, Gramophone Awards o.fl.
Í masterklassinum munu nemendur LHÍ leika verk eftir Bach og Messiaen. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Sölvhóll er tónleikasalur Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu, gengið inn frá Skúlagötu.
- Eldri frétt
- Næsta frétt