EN

6. maí 2016

Þúsundir skólabarna hlýddu á Eldfuglinn

Nú í vikunni hélt Sinfóníuhljómsveit Íslands ferna skólatónleika í Eldborg í Hörpu þar sem Eldfuglinn eftir Ígor Stravinskíj var fluttur í nýjum og glæsilegum búningi. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og sagði söguna um Eldfuglinum og myndum sem sérstaklega voru gerðar að þessu tilefni var varpað upp á stóra tjaldið meðan á flutningi verksins stóð.

Sinfóníuhljómsveitin í samstarfi við listkennsludeild Listaháskóla Íslands vann að því að koma Eldfuglinum í búning 21. aldarinnar með nýju myndefni og grímugerð. Eldfuglinn segir ævintýrið út frá sjálfum sér. Kvenhlutverkin eru ekki mjög fyrirferðamikil í ævintýrinu en með nýju myndefni er lögð áhersla á að nálgast ásýnd kynjanna út frá öðrum sjónarhóli en hefð er fyrir í gömlu ævintýrunum.

Höfundar myndefnis: Ari H. Yates teikningar, Gabríel Bachmann hreyfimyndagerð, Diðrik Kristófersson grímuhönnun

Tónleikarnir voru einnig sendir út í beinni útsendingu og mættu til dæmis 200 nemendur í Hof á Akureyri til að njóta tónleikanna og sögunnar.

Skólar sem komu í Eldborg

Austurbæjarskóli, Ártúnsskóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Brúarskóli, Dalskóli, Fellaskóli, Foldaskóli,Grandaskóli, Hamraskóli,Háaleitisskóla,Hvassaleiti, Hraunvallaskóli, Húsaskóli, Hvaleyrarskóli, Hörðuvellir, Klettaskóli, Landakotsskóli, Langholt, Lækjarskóli, Melaskóli, Reykjavík International School, Salaskóli, Selásskóli, Seljaskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli, Stóru-Vogaskóli, Suðurhlíðarskóli, Suzukiskólinn í Gdansk í Póllandi, Vallarsel, Varmárskóli, Vatnsendaskóli, Víðistaðaskóli, Vættaskóli Vættaskóli – Engi, Vættaskóli – Borgir, Waldorfskólinn Lækjarbotnum, Ölduselsskóli og Öldutúnsskóli.