EN

2016 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

22. apríl 2016 : Lokatónleikar samstarfs SÁB og SÍ

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur starfað með Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts (SÁB) undanfarin tvö ár. Nú lýkur þessu skemmtilega tveggja ára samstarfi með stórtónleikum í Breiðholti og Árbæ þar sem SÁB og SÍ koma fram í Fylkishöllinni og ÍR-höllinni með kraftmikla dagskrá þar sem allir nemendur úr SÁB koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.  Lesa meira

19. apríl 2016 : Opnun Barnamenningarhátíðar

Málmblásara- og slagverksleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu fram á setningu Barnamenningarhátíðar 2016 í Eldborg í Hörpu og fluttu Hátíðargjall fyrir hinn almenna borgara eftir Copland.  Lesa meira
tectonics_stor

13. apríl 2016 : Fimmta Tectonics Reykjavík tónlistarhátíðin

Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur nú í fimmta sinn fyrir Tectonics Reykjavík, árlegri tónlistarhátíð í Hörpu. Það er fyrrum aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Ilan Volkov, sem er listrænn stjórnandi Tectonics.

Lesa meira

1. apríl 2016 : Aukatónleikar með Emilíönu Torrini

Vegna mikillar eftirspurnar hefur aukatónleikum verið bætt við þar sem Emilíana Torrini kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrri tónleikarnir, 19. maí, eru að seljast upp og verða þeir því endurteknir 20. maí.

Lesa meira

29. mars 2016 : Breyting á efnisskrá tónleika Ashkenazys 25. maí

Til stóð að Vovka Stefán Ashkenazy léki einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikm hennar á Listhátíð 25. maí en vegna forfalla kemur franski verðlaunapíanistinn Jean-Efflam Bavouzet í hans stað.

Lesa meira

7. mars 2016 : Yrkja II–auglýst eftir umsóknum

Tónverkamiðstöð og Sinfóníuhljómsveit Íslands kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í öðrum hluta YRKJU. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2016.

Lesa meira

29. febrúar 2016 : Ný og spennandi tónleikaröð–Föstudagsröðin

Á föstudaginn hefur göngu sína ný og spennandi tónleikaröð undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Á alls þrennum tónleikum raðarinnar í mars, apríl og maí teflir Daníel saman tónverkum fyrir stóra sinfóníuhljómsveit annars vegar og litlum einleiksverkum eða dúettum. 
Lesa meira

11. febrúar 2016 : Áheyrendaþing Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Áheyrendaþing Sinfóníuhljómsveitar Íslands er vettvangur fyrir skoðanaskipti og beint samtal á milli hljómsveitarinnar og áheyrenda hennar, bæði nýrra og þeirra sem hafa fylgt henni lengi. Þar gefst áheyrendum og áskrifendum hljómsveitarinnar tækifæri til að ræða við hljóðfæraleikara og aðra stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Lesa meira

10. febrúar 2016 : Hljómsveitarnámskeið Sinfóníuhljómsveitar Íslands: Ungsveitin

Hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2016 stendur frá 29. ágúst til 25. september. Hljómsveitarstjórinn Eivind Aadland, fastagestur hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og einn kunnasti hljómsveitarstjóri Noregs, stjórnar Ungsveitinni nú í annað sinn. Hljómsveitarnámskeiðinu lýkur með glæsilegum tónleikum í Hörpu, 25. september.

Lesa meira

6. febrúar 2016 : Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 voru kynntar föstudaginn 5. febrúar. Sinfóníuhljómsveit Íslands og samverkamenn hlutu alls 6 tilnefningar.

Lesa meira