Fréttasafn
2016 (Síða 4)
Fyrirsagnalisti

Staða hornleikara auglýst
Staða almenns hljóðfæraleikara í horndeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið augllýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 2. mars en hæfnispróf fara fram í Hörpu 10. maí.
Lesa meira
4.500 skólakrakkar á Vísindatónleikum
Nemendur 5.-7. bekkja grunnskóla er boðið á skólatónleika með Ævari vísindamanni dagana 3. - 5. febrúar. Þar hljómar æsispennandi tónlist sem öll tengist vísindum á einhvern hátt og Ævar hefur sjálfur valið. Nemendur á landsbyggðinni fylgjast með beinu streymi frá tónleikunum
Lesa meira
Osmo framlengir til 2020
Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä hefur framlengt samning sinn sem aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands um þrjú starfsár, fram á sumar 2020. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014 en var einnig aðalstjórnandi hljómsveitarinnar á árunum 1993-96.
Lesa meira
Aukatónleikar með Ævari vísindamanni
Vegna mikillar eftirspurnar á miðum á Vísindatónleika Ævars hefur verið bætt við aukatónleikum kl. 16 sama dag. Á tónleikunum hljómar tónlist eftir verðlaunatónskáld og stjarnfræðilega vinsæl tónskáld, Íslandsvini og kvikmyndajöfra. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ævintýraþrá mannsins er í forgrunni og spennandi kraftar koma við sögu.
Lesa meira- Nýrri fréttir
- Eldri fréttir