4.500 skólakrakkar á Vísindatónleikum
Sinfóníuhljómsveit Íslands fær árlega fleiri þúsund nemendur á skólatónleika hljómsveitarinnar í Eldborg. Að þessu sinni koma nemendur úr 5. - 7. bekk grunnskólanna. Ævar vísindamaður, Ævar Þór Benediktsson, er kynnir og hefur valið tónlistina sem hljómar. Á tónleikunum hljómar tónlist eftir verðlaunatónskáld og stjarnfræðilega vinsæl tónskáld, Íslandsvini og kvikmyndajöfra. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ævintýraþrá mannsins er í forgrunni og spennandi kraftar koma við sögu.
Tónleikar Litla tónsprotans á laugardag byggja á sama prógrammi en þá bætist Sprengju-Kata í hópinn ásamt fleiri lögum.
Nemendur eftirtalinna skóla sækja skólatónleika að þessu sinni:
Alþjóðaskólinn, Austurbæjarskóli/Miðborg, Álftanesskóli, Áslandsskóli, Barnaskóli Hjallastefnunnar Hafnarfirði, Breiðaberðisskóli, Breiðholtsskóli, Brúarhús, Dalskóli, Flataskóli, Foldaskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Háaleiti – Hvassaleiti, Háskóli Íslands, Hofsstaðaskólinn, Hraunvallaskóli, Kársnesskóli, Klettaskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Lækjarskóli, Melaskóli, Rvík International School Selásskóli, Seljaskóli, Setbergsskóli, Sjálandsskóli, Smáraskóli, Snælandsskóli, Sæmundarskóli, Varmárskóli, Vatnsendaskóli, Vesturbæjarskóli, Víðistaðaskóli, Vættaskóli, Vættaskóli – Engi og Öldutúnsskóli.
Auk þess fylgjast nemendur frá Egilsstöðum og Akureyri með beinni útsendingu á sal í sínum skólum.
- Eldri frétt
- Næsta frétt