Staða hornleikara auglýst
Staða almenns hljóðfæraleikara í horndeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 2. mars en hæfnispróf fara fram í Hörpu 10. maí.
Um er að ræða 100% stöðu sem almennur hljóðfæraleikari. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna á starfsárinu 2015-2016. Dómnefnd mun meta hverjum verður boðið til þátttöku og verður boð sent út skömmu eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsstjóri Una Eyþórsdóttir (una@sinfonia.is) í síma 8985017.
- Eldri frétt
- Næsta frétt