EN

6. janúar 2016

Aukatónleikar með Ævari vísindamanni

Þriðju tónleikar Litla tónsprotans á starfsárinu eru í umsjá Ævars vísindamanns. Á tónleikunum hljómar tónlist eftir verðlaunatónskáld og stjarnfræðilega vinsæl tónskáld, Íslandsvini og kvikmyndajöfra. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ævintýraþrá mannsins er í forgrunni og spennandi kraftar koma við sögu.

Vegna mikillar eftirspurnar hefur öðrum tónleikum verið bætt við 6. febrúar kl. 16 en uppsellt er á áður auglýsta tónleikana kl. 14 sama dag.

Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Á tónleikunum kynnir Ævar til leiks ýmsar af merkari uppgötvunum mannsandans í samhljómi við Sinfóníuhljómsveitina og Sprengju-Kötu sem verður sérstakur gestur á tónleikunum. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækniframfarir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi undir leiðsögn vísindamannsins.

Nánar Kaupa miða