EN

29. febrúar 2016

Ný og spennandi tónleikaröð–Föstudagsröðin

Föstudaginn 4. mars hefur göngu sína ný og spennandi tónleikaröð undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Á alls þrennum tónleikum raðarinnar í mars, apríl og maí teflir Daníel saman tónverkum fyrir stóra sinfóníuhljómsveit annars vegar og litlum einleiksverkum eða dúettum. 

Tónleikarnir sem eru aðeins klukkustundarlangir og hefjast kl. 18 eru bæði tilvalinn upptaktur að skemmtilegu föstudagskvöldi eða lokahnykkur á vinnuvikunni. 

Hægt er að kaupa áskrift að röðinni sem veitir 20% af miðaverði, eða aðeins 6.480 kr. fyrir þrenna tónleika.

Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri, er staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands og stjórnandi Föstudagsraðarinnar. 

Nánar Kaupa röð