EN

29. mars 2016

Breyting á efnisskrá tónleika Ashkenazys 25. maí

Vladimir Ashkenazy var aðalhvatamaður að stofnun Listahátíðar í Reykjavík árið 1970 og stjórnar nú tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á hátíðinni eftir 37 ára hlé. 

Til stóð að sonur hans, Vovka Stefán Ashkenazy, léki einleik með hljómsveitinni á tónleikunum en vegna forfalla kemur franski verðlaunapíanistinn Jean-Efflam Bavouzet í hans stað. Bavouzet þykir einn fremsti túlkandi franskrar píanótónlistar í heiminum í dag en hann flytur frægasta píanókonsert franskrar tónlistar, léttan og leikandi konsert Ravels.

Efnisskrá tónleikanna er að öðru leiti óbreytt og flutt verður 6. Sinfónía Beethovens og fantasíuforleikurinn um Rómeó og Júlíu eftir Tsjakovskíj.

Nánar