EN

19. apríl 2016

Opnun Barnamenningarhátíðar

Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst með pompi og prakt í dag. Málmblásara- og slagverksleikarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu fram á setningu hátíðarinnar í Eldborg í Hörpu og fluttu Hátíðargjall fyrir hinn almenna borgara eftir Copland. Opnunarviðburðurinn er tileinkaður öllum nemendum í fjórðu bekkjum borgarinnar sem fylla Eldborg ekki sjaldnar en fjórum sinnum í dag.

Við hvetjum alla til að fylgjast með dagskránni á www.barnamenningarhatid.is og njóta menningar með börnunum í þá sex daga sem hátíðin stendur. Gleðilega hátíð!