EN

6. febrúar 2016

Sinfónían tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 voru kynntar föstudaginn 5. febrúar. Sinfóníuhljómsveit Íslands og samverkamenn hlutu alls 6 tilnefningar.

Jóladiskur Sinfóníunnar, Jólalög, er tilnefndur sem plata ársins í opnum flokki.

Hljómsveitin er tilnefnt ásamt Íslensku óperunni og Daníel Bjarnasyni, staðarlistamanni Sinfóníunnar, sem flytjandi ársins fyrir Peter Grimes á Listahátíð í maí. Þá er flutningurinn á óperunni einnig tilnefndur sem tónlistarviðburður ársins.

Tónleikar John Grant og Sinfó á Iceland Airwaves eru einnig tilnefndir sem tónlistarviðburður ársins.

Þóra Einarsdóttir er tilnefnd sem söngkona ársins fyrir söng í verkum Sibeliusar; Kullervo í janúar og Luonnotar í október  ásamt Sinfóníuhljósveit Íslands. 

Þá er tónverkið Collider sem Sinfóníuhljómsveit Íslands pantaði af Daníel Bjarnasyni ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Cincinatti og frumflutti hérlendis í nóvember tilnefnt sem tónverk ársins.