EN

11. febrúar 2016

Áheyrendaþing Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Laugardaginn 5. mars efnir Sinfóníuhljómsveit Íslands til Áheyrendaþings undir yfirskriftinni: Horft til framtíðar.

Þingið er vettvangur fyrir skoðanaskipti og beint samtal á milli hljómsveitarinnar og áheyrenda hennar, bæði nýrra og þeirra sem hafa fylgt henni lengi. Þar gefst áheyrendum og áskrifendum hljómsveitarinnar tækifæri til að ræða við hljóðfæraleikara og aðra stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands með það að markmiði að auka aðgengi áheyrenda að hljómsveitinni.

Þingið fer fram í Björtuloftum í Hörpu og verður heitt á könnunni frá kl. 9:30. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 10 með stuttum erindum. Í kjölfarið taka við umræður í minni hópum en þinginu lýkur með pallborðsumræðum. Boðið verður upp á létta hressingu. Þinginu lýkur kl. 13.

Skráning

Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig á þingið. Frestur til skráninga rennur út miðvikudaginn 2. mars.

Skráning




Þátttakendur í panelumræðum

Áheyrendaþinginu lýkum með umræðum í panel með þátttöku allra gesta. Í panel sitja:
Guðrún Agnarsdóttir, tónleikagestur
Tryggvi Baldvinsson, tónskáld og deildarforseti í LHÍ
Guðni Tómasson, útvarpsmaður
Arngunnur Árnadóttir, hljðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands
Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Daníel Bjarnason, tónskáld og staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands.