EN

1. apríl 2016

Aukatónleikar með Emilíönu Torrini

Óþarft er að kynna Emilíönu Torrini fyrir íslenskum tónlistarunnendum. Hún hefur fyrir löngu vakið athygli heimsins fyrir söng sinn og lagsmíðar, hefur hlotið ótal verðlaun og starfað með tónlistarmönnum á borð við Kylie Minogue, Moby og Sting.

Emilíana kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Eldborg, 19. og 20. maí.

Á tvennum tónleikunum syngur Emilíana mörg sinna bestu laga, við órafmagnaðan leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Meðal þess sem hljómar á tónleikunum eru vinsæl lög á borð við Jungle Drum, Nothing Brings Me Down, Hold Heart og Life Saver, en einnig Tvær stjörnur eftir Megas og Gollum's Song sem Emilíana gerði ódauðlegt í kvikmyndinni Hringadróttins sögu.

Hljómsveitarstjórinn Hugh Brunt er aðalstjórnandi London Contemporary Orchestra og hefur starfað mikið að flutningi samtímatónlistar í Bretlandi, m.a. við Aldeburgh-hátíðina.