EN

9. júní 2016

Nýtt starfsár kynnt til leiks

Spennandi dagskrá 2016/17

Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnir nýtt starfsár til leiks. Líkt og endranær ríkir mikil eftirvænting fyrir næsta starfsári hljómsveitarinnar í Hörpu. Þar ber hæst að Yan Pascal Tortelier tekur við stöðu aðalhljómsveitarstjóra og stjórnar Upphafstónleikum starfsársins.

Dagskrá nýs starfsárs verður mjög glæsileg, prýdd úrvals liði innlendra og erlendra listamanna.

Endurnýjun aldrei verið auðveldari

Endurnýjun áskrifta fyrir næsta starfsár hefst í dag í miðasölu Hörpu og á vefsíðu hljómsveitarinnar. Þar er hægt að ganga frá endurnýjun áskrifta á einfaldan og öruggan hátt.Sú nýjung hefur verið tekin upp að handhafar Regnbogakorta geta einnig valið tónleika á kortin sín og gengið frá kaupum á sinfonia.is

Endurnýjaðu áskriftina fyrir sumarfrí

Áskrifendur eru hvattir til að endurnýja fyrir sumarfrí þar sem mikið álag getur skapast í miðasölu þegar almenn miðasala hefts. Áskrifendur njóta forgangs að föstum sætum til 23. ágúst. Í miðasölu Hörpu er boðið upp á léttgreiðslur.

  endurnýja regnbogakort