EN

27. september 2016

Nýr diskur með verkum Jóns Nordals

Út er kominn hjá finnska útgáfufyrirtækinu Ondine nýr hljómdiskur með hljómsveitarverkum Jóns Nordals í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á disknum, sem heitir Choralis, eru 5 verk Jóns; Choralis, Adagio, Langnætti, Epitafion og Leiðsla.

Upptökurnar fóru fram í Eldborg í ágúst 2015 undir stjórn sænska hljómsveitarstjórans Johannesar Gustavsson. Þær voru samstarfsverkefni Ondine, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Ríkisútvarpsins. Stjórn upptöku annaðist Bjarni Rúnar Bjarnason. 

Hægt er að kaupa Choralis í m.a. Smekkleysu, hljómplötuverslun við Laugarveg, og víðar.