Staða almenns kontrabassaleikara
Hæfnispróf – Staða almenns kontrabassaleikara
Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir eftir umsóknum um stöðu almenns kontrabassaleikara.
Fyrsta umferð hæfnisprófs (forumferð) fer fram með skilum á myndbandsupptöku. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2026 og niðurstöður fyrstu umferðar verða kynntar þátttakendum 10. mars 2026.
Síðari umferðir hæfnisprófs fara fram í Hörpu, Reykjavík, 9. júní 2026. Viðfangsefni hæfnisprófs má finna með því að smella hér og hér .
Umsóknir skulu sendar með tölvupósti til mannauðsstjóra á starf@sinfonia.is og skulu innihalda:
• Ferilskrá
• Afrit af viðeigandi prófskírteinum
• Hlekk á myndbandsupptöku fyrir fyrstu umferð
Í fyrstu umferð (forumferð á myndbandi) skulu umsækjendur leika eftirfarandi:
Einleiksverk:
• Dittersdorf: Kontrabasskonsert nr. 2 – 1. kafli, framsaga með Gruber kadensu
eða
• Vanhal: Kontrabasskonsert – 1. kafli, framsaga með kadensu að eigin vali
Hljómsveitarpartar:
• Beethoven: Sinfónía nr. 5
– III. kafli: taktar 1–100
– III. kafli: taktar 140–218
• Mozart: Sinfónía nr. 40
– I. kafli: taktar 115–138 og taktar 191-222
• Schubert: Sinfónía nr. 9
– III. kafli: frá æfingamerki B til 7 takta eftir C
• Strauss: Ein Heldenleben
– Frá æfingamerki 9 til 11
Kröfur til upptöku
• Flutningur skal vera án undirleiks og í hljómsveitarstillingu.
• Myndbandið skal tekið upp í einni samfelldri upptöku, í framangreindri röð og vera óklippt.
• Umsækjandi skal sjást greinilega allan tímann.
• Stutt hlé til að stilla hljóðfæri eða laga búnað eru leyfð, en myndavélin skal vera í gangi allan tíman.
• Myndbandsupptaka í snjallsíma er leyfileg.
• Hljóðgæði skulu vera skýr og góð. Ef ytri hljóðnemi er notaður skal staðsetja hann rétt.
• Upptakan skal vera í láréttri mynd, þannig að bæði hljóðfæraleikari og hljóðfærið sjáist allan tímann.
Leiðbeiningar um innsendingu á myndbandsupptöku
- Hlaðið myndbandinu upp á YouTube sem „óskráðu “ (unlisted) myndbandi.
- Afritið hlekkinn í umsókn.
- Aðrar aðferðir við innsendingu verða ekki teknar gildar.
Um starfið
Um er að ræða 100% starf almenns kontrabassleikara en samtals eru sex stöðugildi í deildinni. Gerð er krafa um háskólamenntun í hljóðfæraleik. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra. Aðilar utan EES-svæðis þurfa að sækja um atvinnuleyfi sem háð er samþykki Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Útlendingastofnunar.
Um hljómsveitina
Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit og var stofnuð árið 1950. Stöður fastráðinna hljóðfæraleikara eru 88. Hljómsveitin hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum og hefur fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. Hljómsveitin heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum. Við erum stolt af metnaðarfullu fræðslustarfi en árlega sækja þúsundir nemenda á öllum aldri hljómsveitina heim. Þá stendur hljómsveitin einnig fyrir margvíslegum fræðsluverkefnum til að leiða tónlistarnema inn í heim atvinnufólks. Eva Ollikainen er aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar en frá haustinu 2026 mun Barbara Hannigan taka við. Heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands er Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, www.sinfonia.is og hjá mannauðsstjóra, starf@sinfonia.is, (sími 891 9141).
