EN

11. janúar 2022

Næstu tvennum tónleikum frestað

Næstu tvennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið frestað í ljósi útbreiðslu smita í samfélaginu. Tónleikunum Ungir einleikarar sem fara áttu fram 13. janúar og tónleikunum Shostakovitsj og Barber sem fara áttu fram 20. janúar næstkomandi verður fundin ný dagsetning síðar í vetur.

Miðar á tónleikana gilda áfram á hina nýju dagsetningu og tónleikagestir þurfa ekkert að aðhafast frekar vilji þeir halda miðum sínum. Ef óskað er eftir að fá miðana endurgreidda má hafa samband við miðasölu Hörpu í síma 528 5050.