EN

13. desember 2021

Jólagleði Sinfóníuhljómsveitar Íslands um borg og bý

Sinfóníuhljómsveit Íslands er í hátíðarskapi þessa dagana eftir vel heppnaða jólatónleika um helgina, og byrjar sína árlegu jólagleði á morgun. Hjómsveitin byrjar á heimavelli og heldur jólahádegistónleika kl. 12:00 í Norðurljósum þar sem flutt verður falleg jólatónlist. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og hefur sjálfboðaliðum og skjólstæðingum verið boðið til stundarinnar. Þaðan heldur hljómsveitin á Hrafnistu þar sem leikið verður fyrir heimilisfólk, og þaðan á Landspítalann þar sem leikið verður í K-byggingunni síðdegis og verður stundinni streymt um allan spítalann fyrir sjúklinga og starfsfólk. 

Á fimmtudaginn verða síðan sérstakar jólastundir nokkrum sinnum yfir daginn í Norðurljósum fyrir einstök börn, þar sem hljómsveitin kemur fram ásamt trúðnum Aðalheiði, Maxímús Músíkús og dönsurum úr Listdansskóla Íslands.