EN

2021 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

1. nóvember 2021 : Staða staðgengils leiðara í 2. fiðlu laus til umsóknar

Staða staðgengils leiðara í 2. fiðlu við Sinfóníuhljómsveit Íslands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 14. nóvember næstkomandi. 

Hæfnispróf fer fram 24. janúar 2022 í Hörpu, Reykjavík.

 

Lesa meira

1. nóvember 2021 : Hlaðvarp Sinfóníunnar: 3. þáttur: Sinfónía nr. 1

Högni Egilsson erein eftirtektarverðasta rödd íslensks tónlistarlífs nú um stundir. Hér ræðir halla Oddný Magnúsdóttir við hann um tónlist hans. 

Lesa meira

29. október 2021 : Hlaðvarp Sinfóníunnar – 2. þáttur: Töfrar fortíðar

Hér má hlýða á nýjasta þáttinn í Hlaðvarpi Sinfóníuhljómsveitar Íslands veturinn 2021-22, sem Halla Oddný Magnúsdóttir hefur umsjón með. Þar ræðir hún við einleikara næstu tónleika Grænu raðarinnar, víóluleikarann Þórunni Ósk Marinósdóttur, en tónleikarnir fara fram næstkomandi miðvikudagskvöld 3. nóvember kl. 20 í Eldborg í Hörpu.

Lesa meira

29. október 2021 : Harry Potter og viskusteinninn á tónleikum í nóvember

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja Harry Potter og viskusteinninnTM á tónleikum 25., 26. og 27. nóvember. Á tónleikunum mun Timothy Henty stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem flutt verður tónlistin við myndina í heild. Tónleikagestir geta upplifað töfra kvikmyndarinnar í bestu myndgæðum á stóru tjaldi með ógleymanlegri tónlist John Williams í lifandi flutningi.

Lesa meira

28. október 2021 : Sigurvegarar í einleikarakeppni SÍ og LHÍ

Sigurvegarar í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands liggja nú fyrir, en úrslitakeppnin fór fram föstudaginn 22. október.

Einleikararnir ungu koma fram á tónleikum með hljómsveitinni 13. janúar 2022.

Lesa meira

11. október 2021 : Björk Orkestral hefst í kvöld

Í kvöld eru fyrstu tónleikarnir af fernum sem Björk heldur í Eldborg í Hörpu með íslenskum tónlistarmönnum. Við erum stolt af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur þátt í þrennum þeirra, en strengjasveit úr hljómsveitinni undir stjórn Viktors Orra Árnasonar leikur á tónleikum kvöldsins og aftur 15. nóvember. Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur síðan fram með Björk á tónleikum 31. október.

Tónleikunum verður sjónvarpað beint á RÚV 2 og einnig er hægt að kaupa aðgang að beinu streymi hér, en hluti af ágóðanum rennur til góðgerðamála.

Lesa meira

4. október 2021 : Frá Kópavogi hopp stopp til Shostakovits

– Viðtal við Ástu Dóru Finnsdóttur

„Ég byrjaði í Suzuki-námi þegar ég var fimm ára og þá var Kópavogur hopp stopp auðvitað fyrsta lagið sem ég lærði. En fyrir það hafði ég reyndar átt dótapíanó úr Toys-R-Us og lék mér við að spila á það. Örugglega afmælissönginn eða eitthvað þannig,“ segir Ásta Dóra Finnsdóttir, hinn 14 ára gamli píanóleikari sem kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum miðvikudagskvöldið 6. október.

Lesa meira

1. október 2021 : Kventónskáld í karlaveldi

Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, rekur sögu kventónskálda á 19. öld í nýjum útvarpsþáttum á Rás 1 á laugardagsmorgnum sem ber heitið Kventónskáld í karlaveldi. Þar fjallar Árni Heimir um ævi og tónlist kventónskálda sem fæddar voru á 19. öld, þegar konur höfðu mun færri tækifæri en karlar til að mennta sig í tónsmíðum eða fá verk sín flutt.

30. september 2021 : Strauss og Shostakovits í nýju Hlaðvarpi Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur farið af stað með nýtt hlaðvarp og verður það í vetur helgað grænu tónleikaröðinni. Halla Oddný Magnúsdóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu.

Lesa meira

29. september 2021 : Rennur saman í eitt með sellóinu

– Viðtal við Jonathan Swensen

Sellóleikarinn Jonathan Swensen leikur einleik í sellókonsert Dvořáks með Sinfóníuhljómsveit Íslands fimmtudagskvöldið 30. september kl. 19.30 og á skólatónleikum SÍ í Eldborg morguninn eftir. „Sellóið er dásamlegt hljóðfæri, maður finnur fyrir því með öllum líkamanum,“ segir Jonathan í viðtali við SÍ.

Lesa meira