Harry Potter og viskusteinninn á tónleikum í nóvember
Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja Harry Potter og viskusteinninn á tónleikum 25., 26. og 27. nóvember. Á tónleikunum mun Timothy Henty stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem flutt verður tónlistin við myndina í heild. Tónleikagestir geta upplifað töfra kvikmyndarinnar í bestu myndgæðum á stóru tjaldi með ógleymanlegri tónlist John Williams í lifandi flutningi.
Miðaverð er frá 3.100 kr og er miðasala í fullum gangi sinfonia.is, harpa.is og í síma 528 5050.