Björk Orkestral hefst í kvöld
Í kvöld eru fyrstu tónleikarnir af fernum sem Björk heldur í Eldborg í Hörpu með íslenskum tónlistarmönnum. Við erum stolt af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur þátt í þrennum þeirra, en strengjasveit úr hljómsveitinni undir stjórn Viktors Orra Árnasonar leikur á tónleikum kvöldsins og aftur 15. nóvember. Blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands kemur síðan fram með Björk á tónleikum 31. október.
Tónleikunum verður sjónvarpað beint á RÚV 2 og einnig er hægt að kaupa aðgang að beinu streymi hér, en hluti af ágóðanum rennur til góðgerðamála.