EN

29. október 2021

Hlaðvarp Sinfóníunnar – 2. þáttur: Töfrar fortíðar

Hér má hlýða á nýjasta þáttinn í Hlaðvarpi Sinfóníuhljómsveitar Íslands veturinn 2021-22, sem Halla Oddný Magnúsdóttir hefur umsjón með. Þar ræðir hún við einleikara næstu tónleika Grænu raðarinnar, víóluleikarann Þórunni Ósk Marinósdóttur, en tónleikarnir fara fram næstkomandi miðvikudagskvöld 3. nóvember kl. 20 í Eldborg í Hörpu.