EN

2021 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

28. september 2021 : Stigið inn í sviðsljósið

– Viðtal við Þórunni Ósk Marinósdóttur og Stefán Jón Berharðsson

Í hverri sinfóníuhljómsveit starfa hátt í hundrað manns sem hver og einn á að baki langt og strangt nám í sinni grein. Hver leggur sitt af mörkum til heildarinnar en er um leið fær um að stíga inn í sviðsljósið sem einleikari þegar færi gefst. Nú í haust leika tveir leiðarar úr hljómsveitinni, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari og Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, einleikskonserta á tónleikum í grænni áskriftarröð.

Lesa meira

24. september 2021 : Áskrift að Svörtu röðinni

Víkingur Heiðar Ólafsson er staðarlistamaður hljómsveitarinnar starfsárið 2021-22. Víkingur mun flytja þrjá glæsilega píanókonserta með hljómsveitinni eftir nokkra af fremstu höfundum samtímans – Thomas Adès, John Adams og Daníel Bjarnason – undir stjórn tónskáldanna sjálfra. Öll verkin hljóma á Íslandi í fyrsta sinn. Auk þess eru einleikstónleikar Víkings í nóvember hluti af Svörtu röðinn. Samstarf þetta er  nokkuð sem enginn tónlistarunnandi má láta fram hjá sér fara. Þeir sem kaupa kort á alla röðina fá 15% afslátt af almennu miðaverði.

Kaupa áskrift 

 

Lesa meira

22. september 2021 : 4.000 grunnskólabörn heimsækja Sinfóníuna

Harpa iðar af lífi þessa dagana þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti 4.000 grunnskólabörnum. Á tónleikunum fræðir Stjörnu-Sævar unga fólkið um himingeiminn af sinni alkunnu snilld og hljómsveitin leikur fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem sækir innblástur í undur jarðar.

Lesa meira

21. september 2021 : Miðasalan í Hörpu lokuð 21.september

Þriðjudaginn 21. september flytur miðasala Hörpu í nýtt rými á jarðhæð og því verður ekki unnt að afgreiða miða í Hörpu. Hins vegar er svarað í síma 528-5050 í miðasölunni og einnig hægt að senda tölvupóst á midasala@harpa.is. Einnig er miðasalan á vefnum opin allan sólarhringinn!

 

Kaupa áskrift Endurnýja

 

Lesa meira

16. september 2021 : Kvika eignastýring bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Kvika eignastýring og Sinfóníuhljómsveit Íslands gengu frá samstarfssamningi þess efnis að Kvika eignastýring verður bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2021/2022.

Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar og Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skrifuðu nýverið undir samkomulagið í Hörpu.

Lesa meira

14. september 2021 : Eva og endurfæðingin

Finnski hljómsveitarstjórinn Eva Ollikainen tók formlega við stöðu aðalhljómsveitarstjóra á 70 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars 2020. Það mun óhætt að segja að ekki hafi allt farið eftir áætlun síðan þá. Tveimur vikum síðar voru fjöldasamkomur óheimilar og í rúmt ár hefur glíman við kórónuveirufaraldur umturnað öllu starfi hljómsveitarinnar.

Lesa meira

14. september 2021 : Frumkvöðull harmóníkunnar

Norski harmóníkuleikarinn Geir Draugsvoll hefur um áratuga skeið verið meðal hinna fremstu í sínu fagi á heimsvísu. Hann hefur leikið á tónleikum víða um heim, bæði einsamall og með virtum hljómsveitum, gefið út plötur auk þess sem hann er prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Draugsvoll leikur tvo konserta eftir rússneska tónskáldið Sofiu Gubaidulinu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á starfsárinu og má segja að um endurkomu sé að ræða því að meira en 30 ár eru liðin síðan Draugsvoll lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói, tuttugu og eins árs gamall – og var þá fyrsti harmóníkuleikarinn til að leika einleik með sveitinni. 

Lesa meira

6. september 2021 : Inntaka nýrra nemenda í hljómsveitarstjóra-akademíu SÍ

Inntökupróf nýrra nemenda í Hljómsveitarstjóra-akademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands fer fram föstudaginn 10. september nk. í Kaldalóni í Hörpu. Munu umsækjendur þar spreyta sig á 1. og 3. þætti Sinfóníu nr. 3 eftir Schubert, undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra SÍ og Kornilios Michailidis staðarhljómsveitarstjóra.

Lesa meira

3. september 2021 : Stóraukið samstarf við RÚV um beinar sjónvarpsútsendingar

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður reglulegur gestur á sjónvarpsskjám landsmanna í vetur, en hljómsveitin hefur gert samkomulag við RÚV um aukið samstarf um beinar sjónvarpsútsendingar frá tónleikum hljómsveitarinnar. Í samkomulaginu felst að RÚV mun senda beint út frá fernum Sinfóníutónleikum í vetur; í október, nóvember, mars og maí, auk þess sem tónleikarnir Klassíkin okkar verða sendir út á RÚV í kvöld, en þeir eru fyrir löngu eru orðnir fastur liður í dagskránni í upphafi vetrar

Lesa meira

24. ágúst 2021 : Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar fyrir Deutsche Grammophon

Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar tónlist eftir Jóhann Jóhannsson fyrir hið virta forlag Deutsche Grammophon. Upptökurnar fara fram í þessari viku í Eldborg undir stjórn Daníels Bjarnasonar og er Þetta er í fyrsta sem hljómsveitin hljóðritar sértaklega Deutsche Grammophon. A Prayer to the Dynamo, eitt stærsta sinfóníska verk Jóhanns, verður hljóðritað ásamt tónlist úr Theory of Everything  og Sicario

Lesa meira