EN

21. september 2021

Miðasalan í Hörpu lokuð 21.september

Opið í síma 528-5050 og á midasala@harpa.is

Þriðjudaginn 21. september flytur miðasala Hörpu í nýtt rými á jarðhæð og því verður ekki unnt að afgreiða miða í Hörpu. 

Miðasalan er þó að sjálfsögðu opin á vefnum eins og ávallt og er þjónustan hnökralaus. Starfsfólk miðasölu mun svara í síma 528 5050 milli klukkan 12:00 – 16:00 en vegna flutninga getur þjónustan þennan eina dag tekið lengri tíma og biðjum við gesti okkar að sýna því skilning.

Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í nýja og glæsilega Gestastofu og miðasölu á jarðhæð Hörpu sem verður opnuð miðvikudaginn 22. september klukkan 10:00.